Magn léttvíns sem óhætt er að drekka með hliðsjón af ökuhæfni

Getið þið gefið mér upplýsingar um hve mikið – að meðaltali -konur, sem eru á miðjum aldri, eru 60 kg á þyngd, geta drukkið af léttvíni/borðvíni (hvítvín eða rauðvín) miðað við að þær setjist ekki undir stýri fyrr en 3 klst. eru liðnar frá því þær drukku vínið. Viðmiðunin er nú að vínandi í blóði megi ekki fara yfir 1,5 prómill (er ekki svo?).
Með þökkum,

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Nei, það er mjög erfitt að segja.

Það getur tekið allt að 18 – 20 klst fyrir áfengið að fara úr líkamanum. Ýmsir þættir hafa áhrif á hversu lengi vínandi er að hverfa úr blóðinu svo sem magn þess áfengis sem innbyrt er og líkamsbygging einstaklingsins.  Lifrin minnkar vínandann í blóðinu um 0,15 prómill á klukkustund og meðan á því stendur er best að hvílast vel. Ekki er hægt að flýta fyrir niðurbroti vínanda í blóði með neinum hætti en margir virðast halda að svo sé.

Það á aldrei að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Þú telst undir áhrifum ef það mælist EITTHVAÐ áfengi í blóði, jafnvel þótt það sé undir refsimörkum sem eru 0,5 % prómill. Reynist vínandamagn í fráöndunarlofti ökumanns yfir viðmiðunarmörkum (0,25 mg/l lofts) er viðkomandi sendur í blóðtöku til nákvæmari mælingar.

Það þarf því afskaplega lítið til þess að mælast undir áhrifum, Því borgar sig aldrei að fá sér léttvínsglas og aka eftir 3 tíma, það er aldrei öruggt. Fyrir utan það að slysahætta eykst verulega og að þú stefnir öðrum vegfarendum í hættu.

 

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur