Magnesíum

Góðan dag, er í lagi að taka Magnesíum ef viðkomandi er á hjartalyfjum vegna kransæða.. (blóðþynningarlyf ofl.)

Með kveðju,

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Magnesium er talið nauðsynlegt fyrir heilbrigt hjarta og æðakerfi og er samvirkni milli magnesium og hjartalyfja breytilegt eftir lyfjum. Magnesium getur haft áhrif á virkni blóðþrýstingslyfja og blóðþynningarlyfja og skiptir þá máli að taka lyfin ekki saman heldur láta líða allavega 2 tíma á milli inntöku. Sé magnesium tekið með blóðþrýstingslyfjum (t.d. Adalat, Isoptin, Cardiziem, Plendil, Amlodipine og fleiri lyfjum), getur blóðþrýstingur lækkað meira. Það sama á við um blóðþynningarlyf (t.d. Asprin, Clopidogrel, Fragmin, Heparin, Warfarin og fleiri lyf), að storkuþáttur minnkar sem eykur hættu á blæðingum og marblettir koma við minnsta áreiti.

Læt fylgja með grein sem fer vel yfir samband magnesium og hjartans.

https://www.lifeextension.com/magazine/2014/12/magnesium-the-missing-link-to-a-healthy-heart/page-01

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.