Magnesíum Gabapentin

Hefur inntaka á magnesium áhrif á virkni Gabapentin (tekið við vefjagigt),

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Magnesium getur dregið úr frásogi gabapentins í líkamanum. Gott er að venja sig á að taka gabapentin tveimur tímum fyrir eða 4-6 tímum eftir inntöku á magnesium. Talið er að sýrubindandi lyf sem innihalda ál og magnesium minnki aðgengi gabapentins um 24%.

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.