Spurning:
málið er það að ég er ófrísk og eftir að ég varð það hef ég viljað mjög harkalegt kynlíf of með því kom líka að maðurinn minn fær sáðlát oft eftir bara tvær þrjar minotur mér til mikilla ama enn þetta kemur aðeins fyrir í samförunum sjálfum ég má gæla við hann eins og ég vill og hann hefur úthald í það enn um leið og við byrjum að stunda samfarirnar sjálfar þá fer allt úr skorðum hvað er hægt að gera við þessu
Svar:
Ég geng nú ef til vill svolítið langt í því að reyna að svara þessu, þarsem upplýsingarnar eru ekki miklar. Ég leyfi mér að ganga út frá því að þetta bráðasáðlát hjá manninum þínum sé nýlunda og hafi ekki verið vandamál áður og að þessi ákefð þín og ágengni í kynlífi sé einnig nýlunda. Ef svo er giska ég á að þessi ákefð þín setji manninn þinn úr jafnvægi, hann verði óöruggur um hvað þú ert að fara fram á og hvert þú stefnir með kynlífinu og gleymi að passa upp á sjálfan sig.
Ég ráðlegg þér að ræða við hann um þessa nýju ákefð þína þannig að þú segir honum eftir hverju þú ert að sækjast. Ég myndi einnig ráðleggja þér að láta í bili a.m.k. stjórnun kynlífsins í hendurnar á honum þegar hann veit eftir hverju þú ert að sækjast. Þrátt fyrir ákefðina og ágengni þína ráðlegg ég ykkur einnig að leggja meiri áherslu á forleikinn og lengja hann. Reyndu einnig að halda aftur af ákefðinni og ágengninni og leggðu meiri áherslu á nautn, sem lengst framan af forleiknum og líttu á ákefðina og ágengnina sem rúsínuna í pylsuendanum, sem þú ætlar að treina eins lengi og þú getur. Ekki er þó víst að þetta dugi. Ef þetta bráðasáðlát er farið að hrjá hann þannig að hann sé farinn að hafa áhyggjur af því og kvíða gagnvart því að það gerist enn og aftur, er kominn vítahringur, sem erfitt getur verið að brjótast út úr án aðstoðar.
Gangi ykkur vel, Sigtryggur