Mataræði eftir gallblöðrutöku

Góðan dag
Gallblaðran var tekin fyrir nokkrum mánuðum og ég á erfitt með að finna út úr hvaða mat ég þoli og hvað ekki er reyndar með bakflæði lika. Ég hef verið mjög slæm í maganum síðan gallblaðran var tekin.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Almennt er talað um að fólk sem er án gallblöðru þurfi að forðast fituríka fæðu þar sem það er hlutverk gallsins að brjóta hana niður. Þú getur lesið þér um það til hvers gallblaðran er í ágætri grein hér  Hlutverk gallblöðrunnar og  það hjálpar þér mögulega við að átta þig á því hvað þú átt að að forðast.

Annars virðist það afar einstaklingsbundið hvað fólk finnur mikið fyrir þessu og má gera ráð fyrir því að það taki einhverja mánuði fyrir likamann að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Ef verkirnir eru slæmir ættir þú að ráðfæra þig við lækni og ganga úr skugga um að allt sé eins og það eigi að vera.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur