Góðan dag.
Ég hef heyrt um rafmeðferð við þagleka. Gæti ég fengið nánari upplýsingar um meðferðina og kostnaðinn fyrir sjúklinginn?
Með þökk, Sigrún.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Rafmeðferð er ein af mörgum meðferðarleiðum við þvagleka og er henni beitt á þá sem eru með veika grindarbotnsvöðva. Lítið rafskaut eru sett upp í leggöng kvenna og endaþarm karla og þau örva grindarbotnsvöðva til að dragast saman. Þetta er gert annars vegar til að styrkja vöðvana og hins vegar til að gera sjúklinginn meðvitaðann um hvaða vöðva á að draga saman sjálfur til að þjálfa grindarbotnsvöðvana. Sjúkraþjálfari á sér um að beita meðferð á Göngudeild þvagfæra.
Það eru ýmsar ástæður á bak við þvagleka og meðferð tekur mið af því og eitt meðferðarform hentar ekki öllum. Fyrsta meðferð fer fram hjá heimilislækni eða þvagfæraskurðlækni sem vísa síðan áfram á Göngudeild þvagfæra á Landspítala, til uppvinnslu,frekari greiningu og ákvörðunar um meðferð sem á við í hverju tilfelli. En beiðni verður alltaf að fara fyrst í gegnum þá.
Gangi þér vel
Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur