Góðan daginn.
Ég er með malignant hyperthermia og er að pæla í því að fá mér tattoo af medical alert merkinu með viðeigandi upplýsingum. Vandamálið er að ég veit ekki hvar er best að hafa það. Hef verið að hallast að því að hafa það í hjartastað. Eruð þið með einhverjar uppástungur?
Kv.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Medic alert merkið þarf að vera á áberandi og aðgengilegum stað. Þegar skyndihjálp/fyrsta hjálp er kennd er fólki kennt að leita eftir slíkum merkingum og algengast er að þær séu á úlnliðum þar sem það er fljótlegt og yfirleitt auðvelt að finna það þar, eða í keðju um hálsinn og þá er það keðjan sem menn reka augun í. Ef þú hefur það við hjartastað þarf að vera búið að taka af þér föt áður en menn sjá merkið sem getur mögulega seinkað greiningu á vandanum.
Ég set hér með tengil á íslenska Medicalert síðu sem getur mögulega gagnast þér.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur