ef viðkomandi er með blöðrukrabbamein ,sem hefur gengið vel í 20 ár,
þökk sé eftirliti, 6ex sinum þurft að fjarlæja litil æxli, en nú er hæpið að þessi hefbundna meðferð dugi skammt, sem er innhelling ( berklabakteria)
nú er svo komið að viðkomandi er að fá krampa ,sem er erfitt að horfa upp á,
?gæti þetta ekki stafað af meinvörpum? er ekki rétt að kanna þetta nánar? svo að viðkomandi fái rétta meðferð, eða alla vega líða betur vegna verkja
ein áhyggjufull
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Mér er ekki vel ljóst hvort verið sé að tala um krampa í þvagblöðru eða flogakrampa.
Þið eigið að leita aðstoðar læknis hvort heldur sem er, það er ýmislegt til sem getur aðstoðað við blöðruspasma en krampaflog eru öllu alvarlegri staða
Gangi ykkur vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur