Meiri upplýsingar um aðgerðir við gynecomastia?

Spurning:
Ég geri mér grein fyrir því að það hefur nýlega verið send inn fyrirspurn (annar en ég) um gynecomastia en ég er ekki alveg sáttur með svarið: http://www.doktor.is/Article.aspx?greinID=3850 . Þar sem ég er ekki alveg viss um að brjóstaminnkun eins og hjá konum sé ráðleg. En skilur slíkt ekki eftir sjáanleg ör? Allavega þá er talað um þetta sem einhverja sérstaka aðgerð þar sem ég hef lesið um þetta á netinu, en það sem ég vil vita er hvort þetta sé eitthvað sem íslenskir lýtalæknar kannast við og hafa gert og hvort að tryggingar borgi eitthvað af þessu (lesið um slíkt erlendis).  Hér má sjá margar fyrir/eftir myndir auk mynda úr aðgerðunum sjálfum: http://www.plasticsurgery4u.com/procedure_folder/male_breast.html Meira um sjúkdóminn: http://www.gynecomastia.org/
Takk.

Svar:
Komdu sæll.
Eins og þú sérð eru margar aðgerðir til við þessu vandamáli og verður að sníða aðgerðina að vandamálinu. Allt frá því að gera bara fitusog og upp í það að gera alvöru brjóstaminnkun. Það þarf því að meta hvern einstakling og sjá hvað hentar. Því er nauðsynlegt að sjá þig á stofu og meta það. 563-1060. Þessi aðgerð fer í gegnum Tryggingarkerfið og þú borgar þinn hlut um 18000.
Kær kveðja,
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir