Melatonix

Er þetta hættulegt efni ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég hef ekki  heyrt um efni sem heitir melatonix, finnst líklegt að þú hafir þá keypt það í útlöndum því það er ekki selt á Íslandi.

Mögulega ertu að tala um  melatonin sem er notað til að sofa betur og inniheldur líka  B6 vítamín. Melatónín er náttúrulegt efni sem líkaminn seytir sjálfur þegar líða tekur á kvöldið, og hentar ekki öllum m.t.t. aldurs og fleira, t.d. getur efnið haft áhrif á kynþroska.

Nú veit ég ekki aldur þinn, en ég myndi ekki taka neitt svona inn nema að ráðfæra mig við lækni. Ef þú ert með svefnvandamál mæli ég með að tala við lækni, á Íslandi þarf læknir að ávísa svona lyfi.

 

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur