Melting

RÁÐ VIÐ HÆGRI MELTINGU

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Almennt ná flestir góðum tökum á meltingarvanda ef þeir gæta þess að borða trefjaríka fæðu, drekka vel af vatni og hreyfa sig reglulega. Ef það er af einhverjum orsökum ekki mögulegt eða dugar ekki til má skoða eitthvað af meltingarensímum sem eru seld sem fæðubótarefni í lyfjaverslunum og heilsubúðum í töluverðu úrvali.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur