Meðferð gegn örum?

Spurning:
Hvað er besta og árangursríkasta meðferðin gegn örum? Þá á ég við ör eftir stórar skurðaðgerðir sem mig langar mikið til að gera minna áberandi 🙂

Svar:
Örvef er ekki hægt að fjarlægja. Það má hins vegar fá betra útlit á það með ljós-geisla meðferð okkar. Roði hverfur ef til staðar er og örið verður hvítt. Ef örið er ofholdgað þá hverfur hún þar sem örið mýkist, húðin þynnist og verður sléttari. Húðin dregur sig líka saman svo örið minnkar. Þetta er meðferð sem getur þurft að endurtaka. Algengt að 3-5 meðferðir dugi en við slæm ofholdguð ör þarf allt að 8-10 skipti til að ná fram árangri. 2 mánuðir líða á milli meðferða. Þetta getur því verið margra mánaða ferli.

 Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í kostnaði meðferðar á örum. Laser-lækning ehf í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík býður upp á meðferð með ljós-geisla tækni. Vil ég benda á pistil minn á Doktor.is (júlí, 2001) og heimasíðu fyrirtækisins þar sem nálgast má frekari upplýsingar um meðferðina auk þess sem þar er að finna myndir fyrir og eftir meðferð. Veffangið er: www.laserlaekning.is

Bestu kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir.