Meðganga: röntgenmyndataka og staðdeyfing

Spurning:

Sæl.

Mig langar að forvitnast þar sem ég er komin 22 viku meðgöngu og þurfti að fara til tannlæknis. Hann tók röntgenmyndir og mig langar að vita hvort það hafi einhver áhrif á fóstrið ? Hann notaði svokallaða yfirbreyðslu á meðan á myndatökunni stóð.

Svo vill hann að ég láti fjarlægja endajaxlana niðri og það verður að gerast sem fyrst, er nokkur hætta með þess konar deyfingu.

Bestu kveðjur.

Svar:

Sæl.

Röntgenmyndatökur skyldi ávalt fara sparlega með en ef þú hefðir ferðast með þotu til meginlands Evrópu eða eytt degi á sólbaðsströnd hefðir þú sennilega orðið fyrir meiri jónandi geislun en þú varðst fyrir við myndatökuna hjá tannlækninum.

Venjuleg staðdeyfing vegna tannaðgerðar á að vera ykkur með öllu hættulaus.

Kveðja,
Ólafur Höskuldsson, barnatannlæknir