mettun

hver er eðlileg mettun ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Samkvæmt leiðbeiningum frá Landspítala er eðlileg súrefnismettun í hvíld:

96-98% í vöku hjá fullorðnum einstaklingum undir 70 ára aldri en 94% hjá þeim sem eru eru eldri en 70 ára. Einstaklingar á öllum aldri geta fallið tímabundið í mettun í svefni, allt niður í 84%. Súrefnismettun getur síðan verið lægri hjá þeim einstaklingum sem eru með lungnasjúkdóma.

Veikindi geta tímabundið haft áhrif á súrefnismettun og hún getur lækkað. Ekki er þó alltaf ástæða til að gefa súrefni við þær aðstæður.

Mikilvægt er að súrefnismettun sé mæld rétt svo niðurstaðan verði rétt.

 

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur