Mig langar að fræðast aðeins um eggjagjöf?

Spurning:
Mig langar að fræðast aðeins um eggjagjöf. Mig langar að gefa systur minni egg frá mér og út frá því vakna hinar ýmsu spurningar, eins og t.d.:
1. Þarf ég að ganga í gegnum sömu hormónameðferðina og hún?
2. Hvernig gengur það með svona „gjafaegg“, gengur það ekki yfirleitt upp hjá konum að verða ófrískar með gjafaeggi?
3. Tekur það mig langan tíma að fara í gegnum þennan prósess, ef er?
4. Eru ekki líkur á því að egg frá mér séu mjög lík eggjum hjá henni?
5. Er aldurstakmark á konum sem gefa egg?

Ég vona að ég heyri frá ykkur.

Svar:
Þakka fyrirspurnina. Varðandi eggjagjöf er best að kona sem íhugar slíkt hafi samband við Tæknifrjóvgunardeild LSH; s. 5433272 og fái sendan upplýsingabækling um eggjagjöf. Ef konan vill síðan fara lengra með málið hefur hún aftur samband við deildina og fær viðtal við lækni.

Bestu kveðjur,
Þórður Óskarsson Yfirlæknir Tæknifrjóvgunardeildar