Mig vantar upplýsingar um geðdeild

Spurning:

Sæll.

Ég er 24 ára og er að gefast upp á lífinu. Vandamálin eru svo mörg og alvarleg. Ég líð af félagsfælni, kvíða, fæ þunglyndisköst og líður alveg mjög illa. Ég er líka með marga líkamlega sjúkdóma. Húðin er svo slæm að ég fer ekki út fyrir hússins dyr (ég hef tekið eftir því að það stara allir á mig).

Ég á ekkert líf og er nánast í algjörri einangrun. Ég fæ lítinn stuðning frá fjölskyldunni, þau benda mér bara á að leggjast inn á geðdeild. Ég hef náð botninum og það virðist eina lausnin en ég er bara smeykur við að leggjast inn. Ég held að það stafi af því að ég veit ekki neitt um geðdeild landspítalans og hvernig lífið yrði þar, ég hræðist það að yfirgefa öryggi heimilisins sem ég hef verið innilokaður á í marga mánuði. Ég þarf að fá að vita sem mest til að geta lagst inn.

Með kveðju.

Svar:

Sæll vertu.

Ef þú ert að hugsa um að leita aðstoðar á geðdeild Landspítalans er best fyrir
þig að fara á dagtíma þ.e. 8.00-16.00, þá er göngudeildin opin. Þar færðu viðtal
þar sem staðan er metin. Eftir 16.00 opnar bráðaþjónusta sem er opin til
kl.23.00 en hún er öllum opin þó er oft minna að gera á dagtímanum.

Göngudeild
geðdeildar er staðsett á horni Hringbrautar og Snorrabrautar.
Þér er einnig velkomið að koma hingað í viðtal svo við getum rætt málið eða
hringt í mig í síma 570 1706. Hér er opið frá 9.00-17.00, hér er félagsmiðstöð og sjálfshjálparhópar seinnipartinn. Þessi þjónusta er öllum opin og
hægt að velja úr það sem hentar hverjum og einum.
Vonast til að heyra frá þér.

Með kveðju,
Auður iðjuþjálfi Geðhjálp