Mikil lykt af kynfærum?

Spurning:
ég er 15 ára stelpa og ég er svona að pæla .. sko það er eitt sem að ég er að efast um .. ég á fullt af vinum sem að mér þykir vænt um og svona og sumir þeirra vilja stunda kylíf með mér .. ég er hrein mey en ég er að efast um eitt .. núna er ég alveg valla inní þessu og þetta hefur ekkert verið að trufla mig bara vil vita hvort að það sé í lagi með mig .. það er einhver lykt alltaf að neðan og ekki bara þegar ég stunda sjálfsfróun heldur er bara alltaf eða þú veist þegar ég sef nakið og svoleiðis kemur voðalea skrítin lykt í rassinum er aðeins súrari lykt og svona en getur einhver plís´hjálpað mér því að ég er ekki að meika að fara til læknis og láta kíkja á píkuna á mér!! ég er ekki nógu stór manneksja til þess .. á að vera svona mikil lykt ?? eða er ég ekki heilbrigð eða einhvað ?? ó og já ég er líka með sbona bólur við hliðina á píkunni ég held ekkert að þetta sé kynsjúkdómur því að ég hef heyrt að hann lýsi sér bólur eins og brokkolí svona lýsir sér þannig en ég er ekki með þannig .. þetta eru bara svona graftarbólur .. get ég fengið hjálp ?? plís ég er ekki alveg viss hvort að ég eigi að taka sjensinn og fara upp í rúm með einhverjum og svo kemur hann bara ojj vond lykt maður er einhvð að þér eða þeð þessar bólur ?? doktor.is ég vona að þið getið hjálpað mér með þetta og eins einhverjum öðrum stelpum sem að eru að efast um svona sístem .. takk takk one worried

Svar:
Komdu sæl
 
Nú er svolítið erfitt að segja til um hvað er eðlilegt og hvað ekki svona yfir netið.  Ég tel þó lang líklegast að þessi lykt sem þú talar um sé alveg eðlileg.  Það er alltaf einhver lykt af kynfærum okkar og eins og þú kemur sjálf inn á þá er jú meiri lykt í rassinum.  Það er líka eðlilegt að það komi lykt (súr) af tippum karlmanna og er lyktin jafnvel ekkert ósvipuð, en þó meiri hjá konum.   Lykt kvenna er einnig mismikil eftir því hvar í tíðarhringnum þær eru staddar.
Lyktin er meiri ef útferð er mikil, en útferð eykst  þegar egglos yfirleitt um miðjan tíðarhringinn eða þegar egglos verður.  Útferð getur einnig aukist ef konur nota innlegg að staðaldri, eða eru ekki í góðum nærfötum.  Jafnframt getur útferðin aukist við notkun á sterkum sápum, æskilegt er að nota einungis sápu með lágt PH- gildi á kynfærin t.d. Lactacyd sápu og getur hún minnkað líkurnar á því að konur fái sveppasýkingu.  Sveppasýkingu fylgir sterkari lykt og því er möguleiki að þú sért með einhvern vott af henni, en sveppasýkingu fylgir einnig aukin útferð (jafnvel kekkjótt) og kláði eða sviði við kynfærin svo þú ættir að finna það. 
Varðandi bólurnar þá eru þær afskaplega algengar, sérstaklega hjá unglingum og strákar geta líka fengið svona bólur á kynfæri sín svo það ætti ekki að koma neinum á óvart.  Þetta eru í raun ekkert öðruvísi bólur en bólur sem koma í andlit.
 
mín ráð eru, farðu í sturtu á hverjum degi og notaðu Lactacyd sápu og sjáðu hvort þetta lagast ekki eitthvað.  Passaðu að þurrka þér vel eftir sturtu, sérstaklega þar sem bólurnar eiga vanda til að koma.
 
Þú skalt ekki fara að stunda kynlíf bara til þess að stunda kynlíf, fyrsta reynsla af kynlífi er afar sérstök og rétt að upplifa hana með einstaklingi sem manni þykir afar vænt um og treystir.  En þú verður að ákveða það sjálf, þetta er þinn líkami og þú hefur allt um hann að segja.
 
Gangi þér sem allra best
 

Með góðri kveðju,
 
Jórunn Frímannsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
www.Doktor.is