Spurning:
57 ára – Karl
Sæll ég er fimtíu og sjö ára gamall. Nú um nokkurt skeið hef ég verið löðrandi úr svita, sérstaklega seinnipart dags og á kvöldin og nóttuni, þetta hefur tekið frá mér svefn, og ég er að springa úr hita. Hitinn mælist þó eðlilegur. Ég tek íbúfen vegna brjóskloss í baki en ekki önnur lyf. Hver er líklegasta skýringin á þessu?
Svar:
Það eru margar mögulegar ástæður fyrir aukinni svitamyndun. Þetta þarf að rannsaka með sögu, skoðun og blóðprufum og ráðlegast fyrir þig að leita til þíns heimilislæknis við fyrsta tækifæri. Ofvirkur skjaldkirtill getur valdið svona einkennum en það er ekki einhlítt.
kveðja,
Arna Guðmundsdóttir, MD