Mikill æðasláttur í höfði

Er oft nokkurn æðaslátt í höfði sem er til mikilla leiðinda.

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Mér dettur fyrst í hug að þú gætir verið með of háan blóðþrýsting. Of hár blóðþrýstingur getur valdið því að þú heyrir æðasláttinn í höfðinu.

Endilega athugaðu það ef þú ert ekki búin(n) að því nú þegar. Einnig þarf að að útiloka að hvort þetta tengist blóðrásinni í höfðinu á þér að öðru leyti.

Ég ráðlegg þér því að leita til þíns heimilislæknis með þetta.

Aðrar mögulegar orsakir gætu verið vöðvabólga en þá ættir þú einnig að hafa höfuðverk, sem ég veit ekki hvort þú sért með.

Einnig er hugsanlegt ef þetta tengist ekki of háum blóðþrýstingi eða blóðrás að þetta sé vegna eyrnasuð (tinnitus) en það getur lýst sér sem tónn, suð, niður eða sláttur í eyranum.

Eyrnasuð getur tengst byrjandi heyrnarskerðingu sem oft tengist hávaðamengun en einnig geta verið aðrar orsakir.

Ég ráðlegg þér þá að panta tíma hjá háls, nef og eyrnalækni og biðja hann um að skoða þetta með þér.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur