Spurning:
Sæll.
Ég vona að þú getir hjálpað mér,
ég svaf hjá kærastanum mínum í gær (hann var með smokk) en svo allt í einu
þá sprautaðist hellingur af vökva út úr mér þegar hann þrýsti sér inn og
svo aftur þegar hann þrýsti meira. Þetta var mikill vökvi (það var rosa
blettur í rúminu) og ég hef aldrei lent í þessu áður og ekki hann heldur,
er einhver skýring? Ég var ekki að fá fullnægingu en þetta var samt gott.
Þarf ég að fara og láta athuga mig?
Kveðja.
Svar:
Sæl.
Kom þessi vökvi úr þvagrásinni? Það er nokkuð algengt að það komi vökvi úr
þvagrásinni við samfarir. Konum finnst þá jafnvel eins og þær séu að pissa á
sig. Það eru kirtlar sem umkringja þvagrásina og opnast inní hana sem gefa
frá sér vökvann við örvun, þeir eru í framvegg legganganna og segja sumir að
þetta sé G-bletturinn svokallaði.
Ef þetta passar þá þarftu ekki að láta athuga þetta nema að þetta trufli þig
mjög mikið.
Kveðja,
f.h. Félags um forvarnir læknanema,
Jón Þorkell Einarsson