Mikið slím í lok meðgöngu?

Spurning:
Halló
Ég er komin 35 vikur á leið og það er byrjað að koma svo mikið slím niður hjá mér, er það eðlilegt?

Svar:

Það er alveg eðlilegt að útferð aukist er líður að lokum meðgöngu en sé um mjög mikið og þykkt slím að ræða gæti verið að leghálsinn sé að opnast eða að þú sért með sýkingu í leggöngum svo þú skalt ræða þetta við ljósmóðurina þína í mæðraskoðun.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir