Góðan dag,
ég er nýbyrjuð á pillunni Diana mite og tók fyrstu töfluna á 1. deginum þegar ég byrjaði á túr og svo var ég í viku á túr eins og vanalega en svo 2 dögum seinna byrjuðu milliblæðingar og hef núna verið á þeim í viku. Er það eðlilegt eða ætti ég að hafa samband við lækni?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Það getur tekið allt að þrjá tíðahringi fyrir blæðingar að verða reglulegar eftir að byrjað er að taka getnaðarvarnartöflur og því alveg eðlilegt að fá bletta eða milliblæðingar á því tímabili. Ef vandamálið dregst mikið lengur en það eða veldur þér óþægindum ráðlegg ég þér að leita til þíns læknis og athuga hvort önnur lyf gætu hentað þér betur.
Gangi þér vel.
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur