Milliblæðingar með NuvaRing ?

Spurning:
Góðan dag.
Málið er að ég er búin að vera með NuvaRing núna í tæplega ár og allt verið í lagi, en núna eru 2 vikur síðan ég setti nýjan hring í og núna er byrjað að blæða mikið (milliblæðingar)og það koma svo miklir blóðkekkir með.
Er þetta eðlilegt?
Takk fyrir

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.

Þetta er ekki hið hefðbundna, en getur gerst þrátt fyrir það og þarf ekki að þýða neitt óeðlilegt. Best er að hafa samband við þinn lækni og láta hann ráða þér. En ef blæðingin er mikil getur þú gert sjö daga hvíld nú og svo byrjað á nýjum hring eftir það. Þú skalt samt hafa samband við lækni rétt til að vita að allt sé í lagi.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr med