milliverkanir lyfja

Er í lagi að taka saman Gabapentin 300mg og Litarex 18mmol ?
Litarex er tekið að morgni og Gabapentin að kvöldi.
Ég er að spá í hvort einhverjar milliverkanir séu á milli þessara tveggja lyfja.

Bkv.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Að nota Litarex samhliða gabapentin gæti aukið áhrif hliðarverkana eins og svima, sljóleika, óáttunar og erfiðleika með einbeitingu hjá fólki en alls ekki öllum. Hjá sumum, sérstaklega eldra fólki, gæti komið fram skert hugsun, dómgreindarleysi og erfiðleikar með fínhreyfingar. Gott er að forðast eða takmarka áfengisdrykkju samhliða notkun þessara lyfja og einnig er mælt með því að forðast akstur og vinnu á krefjandi vélum þar til þú sért hvernig lyfin fara í þig. Það er misjafnt hvernig lyf virka á einstaklinga og því mikilvægt að þekkja sín mörk og breyta aldrei eða hætta inntöku lyfja sem einstaklingi er ávísað nema í samráði við lækni.

Gangi þér/ykkur vel,

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.