Mínirín skammtar?

Spurning:
Ég hef verið að gefa átta ára syni mínum Mínirín bæði í úða- og töfluformi. Hvorugt virðist virka. Hversu stóran skammt má nota í einu? (þ.e. ég hef notað 3 úða í hvora nös eða tvær töflur).

Kv. Anna

Svar:

Ekki er mælt með stærri skammti en 40 míkróg að kvöldi fyrir nefúðann, en það eru 4 úðar eða 2 úðar í hvora nös.
Hæstu skammtar af töflum sem mælt er með í sama tilgangi er 0,4 mg eða tvær 0,2 mg töflur.
Það er mjög ólíklegt að stærri skammtar gagnist neitt í hans tilviki en hættan á aukaverkunum eykst hins vegar.
 
Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur