Minnka húð á maga og brjóstum?

Spurning:
Góðan daginn.
Mig langaði að forvitnast um hvað er hægt að gera í sambandi við ,,aukahúð“ bæði á maga og brjóstum hjá karlmanni. Ég var eitt sinn mjög (MJÖG) feitur, en hef náð að taka af mér 45 kg núna á um einu ári með nokkuð stífu átaki. Vandamálið er hins vegar að magi og brjóst eru svo slöpp að það er hreint út sagt hræðilegt, þrátt fyrir að vera t.d. 9% fita, að þá lít ég út fyrir að vera 20-25% og það pirrar mig mjög mikið. Ég fór til læknis út af þessu (mjög fær lýtalæknir sem ég vil þó ekki nefna á nafn) en fékk mjög óljós svör. Mér var sagt að hægt væri að fara í svokallaða svuntuaðgerð til að laga magann, en ekkert væri hægt að gera í því hversu brjóstin eru ,,lafandi“, en svo núna áðan las ég í svari hérna á vefnum frá einhverjum innkirtlalækni að vel væri hægt að laga brjóstin. Hvaða möguleika hef ég í stöðunni til að láta laga þetta, aðgerðir eða annað?
Með fyrirfram þökk, XXX

Svar:
Komdu sæll XXX.
Það má minnka húð bæði á maga og á bróstum með skurðaðgerðum. Báðar aðgerðir hafa í för með sér að það koma ör. Eftir magaaðgerð má auðveldlega fela örið í buxum neðan við strenginn. Hins vegar eftir aðgerð á brjóstum er það erfiðara t.d. ef maður er á sundskýlunni. Það verður því að vera matsatriði hvers og eins hvað hann vill gera. Best er að koma og ræða máilin.
Kær kveðja,
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir