Minnka innri barma?

Spurning:
Hæ Jóna. Getur þú sagt mér hvort sé hægt að minnka innri barmana.

Svar:

Þú átt sjálfssagt við innri skapabarmana og spyrð líklega vegna þess að þér finnst þeir vera of stórir. Það er ekki til nein rétt stærð á þeim og þótt þeir séu nefndir ,,innri” skapabarmar þá er ekki óalgengt að þeir gægist út fyrir ytri skapabarmana. Innri barmarnir eru aðeins þynnri en þeir ytri og hafa hvorki í sér hár né fituvef eins og ytri barmarnir. Innri barmarnir hafa í sér fleiri taugaenda en ytri barmarnir. Það væri því synd, að mínu mati, að minnka innri skapabarmana með skurðaðgerð, því þá á konan á hættu að missa eða breyta þeirri næmni sem hún hefur og sem getur m.a. haft áhrif á skynjun kynferðislegrar snertingar.  En sjálfssagt er hægt að minnka innri skapabarmana ef þeir eru til verulegra óþæginda og lýta. En það er smekksatriði. Ef ég væri í þínum sporum myndi ég íhuga það vel og vandlega hvort nokkur ástæða sé til að skera í þessa ,,rós”.
Kveðja,

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur – kynlífsráðgjafi