Mislingar

Er líklegt að maður sem er fæddur 1942 og kona fædd 1949.hafi ekku fengið mislinga.Kvernig kemst ég að því

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Gert er ráð fyrir að allir fæddir fyrir árið 1970 hafi fengið mislinga og því mjög líklegt að þið séuð í þeim hópi. Því miður er ekki hægt að komast að því öðruvísi en spyrja aðstandendur ef maður man það ekki sjálfur þar sem ekki eru til skrár yfir þetta frá þessum tíma.

Byrjað var að bólusetja fyrir mislingum árið 1975 og því ólíklegt að þið tilheyrið þeim hópi heldur. Ef þú ert í einhverjum vafa getur þú haft samband við þína heilsugæslu og óskað eftir bólusetningu.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur