hve langan tíma má reikna með að taki að jafna sig þannig að hægt sé að ganga eftir mjaðmaskiptaaðgerð?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Best er alltaf að spyrja þann aðila sem framkvæmir aðgerðina við hverju megi búast.
Almennt er talið mikilvægt að byrja að stíga í og ganga sem allra fyrst eftir mjaðmaskipti og flestir sjúklingar fá aðstoð við að fara fram úr rúmi strax að kvöldi aðgerðardags.
í fræðslubæklingi frá LSH um mjaðmaaðgerð kemur meðal annars þetta fram:
Hreyfing og endurhæfing
Hreyfing er mikilvæg eftir aðgerð til að flýta fyrir bata og minnka hættu á fylgikvillum. Gerviliðurinn er ekki fyrirstaða þess að
hreyfa sig. Sjúkraþjálfun byrjar strax að kvöldi aðgerðardags. Markmið þjálfunar er að sjúklingur geti farið óstuddur fram úr og
upp í rúm, klætt sig, sest og staðið upp úr stól, gengið við hækjur eða göngugrind, farið upp og niður tröppur og farið á salerni
án fylgdar. Iðjuþjálfi kemur daginn eftir aðgerð með hjálpartæki og kennir notkun þeirra.
Mikilvægt er að gera æfingar reglulega yfir daginn. Bjúgur getur safnast á fótinn eftir aðgerð og til að minnka hann er mikilvægt
að breyta um stellingu, sitja og ganga
Vonandi kemur þetta að gagni
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur