mjög þurr húð

Húðin er þurr og nánast eins og skel. Tilfinning eins og ég sé í aðhaldsbol, og húðin mjög strekkt og leiðir ofan í brjóst þegar ég teygji mig.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni tengd húð er ómögulegt að meta án skoðunar og frekari upplýsinga. Hér gæti verið um að ræða ofnæmi, exem, sveppasýkingu, húðsýking og fleira. Ég ráðlegg þér að ræða þetta við þinn heimilislækni sem svo gæti sent þig áfram til húðsjúkdómalæknis ef þarf.

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.