Mjólk út í blóðið við brjóstagjöf

Spurning:
Komið þið sæl. Mig vantar upplýsingar um það sem var kallað hér áður fyrr ,,að mjólk hafi farið út í blóðið við brjóstagjöf „. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um hvað það heitir nú á dögum, og /eða hvað það gerir konum þá þætti mér vænt um að fá einhver svör.

Svar:
Á tímum fyrstu vestrænu læknisfræðinnar, fyrir 2000 árum, var talið að undarleg hegðun kvenna eftir barnsburð orsakaðist af því að mjólkin færi út í blóðið. Vitaskuld er ekkert til í þessu – mjólkin er bara í bjóstunum og getur ekki með nokkru móti flotið út í blóðið. Nú orðið er fæðingarþunglyndi viðurkennt sem hver önnur geðröskun og vitað að sú hegðun sem það skapar hefur ekkert með mjólkina að gera. Mjólk í blóðinu er því bara gamalt hindurvitni.

Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir