Mjólkurpróteinóþol, hvað má borða?

Spurning:
Dóttir mín er að koma í heimsókn til mín ásamt 3ja ára dóttur sinni, þær búa í Svíþjóð. Stúlkan litla er greind með mjólkurpróteinóþol. Mig vantar svo upplýsingar þær matvörur sem eru til hér á landi án þessa próteins. Dóttir mín veit alveg hvað hún getur keypt heima hjá sér en hefur ekki græna glóru hvaða vörur eru til hér.

Svar:

Komdu sæl.

Miklu máli skiptir að lesa vel utan á umbúðir (sjá töflu) því mér vitanlega eru afurðir ætlaðar fólki með mjólkurpróteinofnæmi ekki merktar sérstaklega.

 

Tafla

Ýmis heiti á mjólk, hráefnum/matvælum sem koma

fyrir í innihaldslýsingum matvæla og matvæli sem

þessi efni finnast í.

Mjólk:                            Mjólk er meðal annars í:

Þurrmjólk                         súrmjólk, skyri, rjóma,

Mjólkurduft                      osti, smjöri, jógúrt, ís,

Undanrennuduft              brauði, kökum, unnum

Kasein                             kjötvörum, smjörlíki

Kalíum kaseinat                 súkkulaði, kakódufti,

Natríum kaseinat                 sósum, súpum.

Kalsíum kaseinat

 

Athuga skal að aðrar matvörur en hér eru tilgreindar geta einnig

innihaldið þessi hráefni.

 

Með kveðju, Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur