Mótefnamæling v/covid

Mig langar að vita hvort að þeir sem eru búnir að fara i í mótefnamælingu og eru með mótefni fyrir veirunni ,geta þeir smitast sjálfir eða smitað aðra. s.s. þurfa þeir ekka að gæta sín?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Stutta svarið er já, viðkomandi getur smitast aftur en ef það gerist verða einkenni yfirleitt mikið vægari eða jafnvel finnast ekki en nær sjaldnast að verða smitandi.

Finnist mótefni í blóði gegn tiltækri veiru þýðir það að viðkomandi hefur komið sér upp varnarkerfi gegn áras þessa vírusur seinna meir.  Bólusetningar ganga út á það að  að sprauta hluta af vírus í líkamann, getur t.d. verið hluti af próteinhjúpi vírussins, og þá getur líkaminn lagt á minnið hvernig á að berjast gegn vírusnum næst þegar hann sýkist af honum. Þannig hefur bólusetning hermt eftir sýkingu og gert líkamanum kleift að búa til mótefni á sama hátt og í raunverulegri sýkingu. Hvort sem viðkomandi hafi mótefni frá raunverulegri sýkingu eða bóluefni getur hann sýkst aftur en varnarkerfi líkamans þá fljótt að drepið vírusinn í fyrstu atrennu og viðkomandi finnur ekkert fyrir að hafa sýkst eða einkenni verða mjög væg.   Vírusinn nær sér ekki á strik og viðkomandi verður ekki smitandi/smitberi og smitkeðjan þá rofin.

Með kveðju,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur