Munnþurrkur og Levaxin

Fyrirspurn: 

Góðan dag.

Ég var hjá tannlækni í morgun og læknirinn spurði hvort að ég væri á lyfjum, vegna þess að það væri svo mikill þurrkur í munnvatninu.      Ég sagði honum að ég tæki eina tegund af lyfi sem ég væri búin að taka í mörg  ár sem heitir "Levaxin" og ég hafi ekki vitað til þess að það lyf hafi einhverja aukaverkun fyrir mig. Nú langar mig til að þið þarna á ritstjórninni, gætuð uppfrætt mig um þetta ég er búin að leita en finn ekkert .

Svar:

Ég tel ólíklegt að munnþurrkurinn stafi af töku Levaxins, gæti þó hugsanlega verið.  Aukaverkanir Levaxins eru litlar eða engar ef skammtar eru réttir, það er mikilvægt að fara reglulega í blóðmælingu til að athuga styrk í blóði.  Við ofskammtanir geta komið fram aukaverkanir eins og aukin hjartsláttur, höfuðverkur,eirðarleysi, ofsviti og niðurgangur.  Það er mjög persónubundið hvernig lyfin virka á mann.  Er eitthvað annað sem að þú tekur td fæðubótarefni eða náttúrulyf ? Munnþurrkur getur stafað af ýmsu. Mataræði og munnhirða geta haft áhrif á munnvatnsmyndun.  Hafðu samband við lækninn þinn, það er gott að tilkynna óþekktar aukverkanir inn í gagnabankann.

Með kveðju,

Sigríður 

Lyfjafræðingur