Fyrirspurn:
Góðan daginn!
Mig langar að vita hvortt eitthvað sé til ,gegn munnsviða? Sérstaklega í tungu og góm.
Tek lyf við ,háþrýstingi hýdramíl míte 25mg, atacor 40mg, blóðfitulækkandi, hjartamagnýl, euthyrox og femanest.
Einnig langar mig að segja frá verkjum í fótum, þreytist fljótt og er með viðvarandi verki, er lengi að aflýast.
Hef mjög mikkla hreyfingu.
Aldur:
69 ára
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
Mér dettur í hug hvort það gæti verið að þú sért með sveppasýkingu í munni en hún getur valdið “sviða tilfinningu” í munni.
Ég sendi þér hér tengil inná grein sem er að finna á Doktor.is. Þú þyrftir að fara til þíns heimilislæknis og láta skoða þig og þá færðu viðeigandi meðferð ef um sýkingu er að ræða.
Fótaverkir/pirringur/fótaóeirð getur stafað af ýmsum ástæðum; t.d; v/þrengingar í æðum, æðahnúta eða einhver undirliggjandi sjúkdómar. Það er vel að þú stundir reglulega hreyfingu, gerir bara þér gott en þú ættir e.t.v. líka að ræða þetta við þinn lækni svo hægt sé að meta hvað hugsanlega valdi.
Með bestu kveðju og vonandi koma þessar upplýsingar að einhverjum notum.
Unnur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur