Næmasta svæði huðarinnar

Næmasta upptöku svæði húðarinnar ?

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Húðin er stórmerkilegt líffæri og einnig okkar stærsta líffæri. Ef þú leitar á vefnum geturðu fundið alls kyns fróðleik um húðina til dæmis hér á Vísindavefnum:

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=943

Ætli næmasta svæði hennar fyrir upptöku efna ekki þar sem húðin er þynnst, sem er á augnlokunum, og minnst næm á hælnum þar sem hún er þykkust.

Þykkt húðarinnar er frá um hálfum millimetra á augnlokunum upp í 4 millimetra á hælþófanum.

Á flestum svæðum er hún þó um 1-2 millimetrar á þykkt.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur