Nafn á lyfi

Hvaða lyf er Nifurantin er það samheiti á öðru lyfi?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Nifurantin er samheitalyf Furadantin og innihalda þau bæði virka efnið nitrofurantoin.
Lyfin eru notuð við þvagfærasýkingum. Það skaðar erfðaefni baktería og hemur þannig vöxt margra tegunda sem algengt er að valdi sýkingum í þvagfærum.

Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur