Náttúruleg asmalyf

The Himalayan Portable Salt Cave Inhaler. Hvað segja Íslenskir læknar um þetta innöndunnar lyf. Eitthvað sem ber að varast?

 

Sæl/ og takk fyrir fyrirspurnina.

Salt í sprayi er notað til að hjálpa til við að létta stíflur í nefi og öndurnarfærum.  Himalaya salt innöndunarúði getur létt öndun tímabundið hjá fólki með astma og önnur öndunarfæravandamál og virðist hættulaust við skammtímanotkun.  Það kemur ekki í stað annarra astmalyfja og best er alltaf að ráðfæra sig við sinn lækni áður en annarri meðferð er blandað saman við þá meðferð sem læknir hefur sett upp.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur