Spurning:
Er til náttúrlyf gegn einkennum tíðahvarfa?
Er til eitthvert náttúrulyf, sem vinnur gegn einkennum tíðahvarfa s.s. svitakófum? Ég á við einhverjar aðrar leiðir en að taka hormóna.
kveðja,
Fimmtug
Svar:
Kvöldvorrósarolía hefur verið notuð við fyrirtíðaspennu. Hún inniheldur gamma línolen sýru sem er forefni prostaglandína af röð 1. Talið er að fyrirtíðaspenna og ýmislegt annað megi rekja til röskunar á framleiðslu á þessum prostaglandínum. Aukaverkanir af kvöldvorrósrolíu geta verið t.d.: höfuðverkur, ógleði og niðurgangur.
Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur