Nebido meðferð

góðan daginn,ég er búinn að vera á Nebido í 1 ár ,ég fæ á 6 vikna fresti sprautu og ég er nýr maður frá því ég byrjaði meðferðina,eina sem truflar mig er að á 4 viku finn ég svo mikinn mun á mér andlega og orkulega,er bara hægt að gefa Nebido á 6-8 vikna fresti eða er hægt að fá það á styttri tíma?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Meðfylgjandi er fylgiseðill með lyfinu en þar er að finna upplýsingar m.a. um hvernig eigi að taka lyfið. Að öðru leyti ráðlegg ég þér að heyra í lækninum sem stýrir meðferðinni þinni

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur