Ég er orðinn háður Otrivín nefspreyi. Á hverju kvöldi sprauta ég í hvora nösina annars get ég ekki sofnað. Er búin eð fá uppáskrifað Rinexin fyrir nokkrum mánuðum en fannst það ekkert virka. Búinn að nota otrivin stanslaust í ár. Ég fæ sár í nefið stundum, veit ekki hvort að það sé vegna nefspreysins en annnars hafa engin önnur óþægindi komið upp.
Hvað get ég gert til þess að hætta?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er ekki ætlast til þess að nota Otrivin stanslaust einmitt vegna þess að það getur haft áhrif á slímhúðina þannig að hún þynnist um of og þú lendir í vítahring. Í lyfseðli lyfsins kemur þetta fram:
Otrivin Comp á ekki að nota lengur en í 7 daga samfleytt. Leitið ráða hjá lækni ef einkenni eru enn til
staðar. Langvinn eða óhófleg notkun getur valdið endurkomu nefstíflu eða versnun og bólgu í nefslímhúð.
Þú getur fengið saltvatnssprey í apoteki sem mögulega hjálpar þér, það heldur nefgöngunum hreinum og leysir upp slímið en mögulega þarftu töflur með sem draga úr krónískum bólgum sem þú ert búinn að koma þér upp með ofnotkun á lyfinu. Það eru þá töflur eins og Rinexin.
Það tekur langan tíma að koma slímhúðinni í samt lag aftur en þú skalt endilega ráðfæra þig við lækni ef ekkert gengur.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur