Neglur mínar eru klofnar og brotna við minnstu átök, t.m. ef ég nota nögl til að plokka e.h. sem hefur festst á milli tanna. Hvað er til ráða?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,
Tíðir handþvottar, naglalakkshreinsar og fleiri efni geta valdið því að neglurnar þorni og brotna þá frekar. Ef að þú ert mikið að pússa þær eða hefur verið með gervineglur þá þynnast þær líka og brotna frekar.
Nægur vökvi verður að vera til staðar í líkamanum fyrir neglurnar. Einnig eru vítamín og steinefni nauðsynleg fyrir neglurnar, þú gætir farið og keypt vítamín fyrir húð, hár og neglur í næsta apóteki sem á að styrkja þær.
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.