Neyðargetnarvarnarpilla

Fyrirspurn:

Sæl,

Er með smá fyrirspurn, þurfti að taka daginn-eftir pilluna núna fyrir stuttu síðan. Í apótekinu fékk ég eina pillu sem ég átti að taka innan 72 klst. eftir óvarðar samfarir. Konan í apótekinu útskýrði þetta allt mjög vel út fyrir mér. Ég hef svo verið að lesa mér til um þetta á heimasíðunni ykkar og sé að alltaf er talað um 2 töflur en ekki eina eins og ég fékk. Ég spyr því er um margar tegundir að ræða eða var ég afgreidd með eitthvað vitlaust?

Aldur:27

Kyn:Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Líklega hefurðu fengið afreidda töflu sem heitir Postinor 1,5 mg og aðeins þarf að taka eina slíka til að fá fram fullnægjandi virkni. Hér áður voru afgreiddar töflur þar sem þurfti að taka tvær og jafnvel fjórar en þetta hefur breyst.

Kveðja,

Þórir Benediktsson, lyfjafræðingur