Fyrir um 2 mánuðum síðan greindist ég með Parkison og fékk við því Madopar 3 töflur á dag. Um sama leiti fékk ég niðurgang og hef verið með hann síðan. Við honum fékk ég Imodium 2 mg en það hefur ekki komið að neinu gagni. Getur verið að Madopar hafi neikvæð áhrif á Imodium eða getur Madopar valdið niðurgangi.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspunina.
Ein af aukaverkunum Madopar er niðurgangur ásamt öðrum einkennum frá meltingavegi. Ráðlagt er að taka Madopar minnst 30 mínútur fyrir eða 1 klukkustund eftir máltið með einu glasi af vatni eða fá sér smá snarl samhliða inntöku. Meltingartruflanir koma helst fram við upphaf meðferðar og þar sem þú ert aðeins búin að vera á meðferð í 2 mánuði getur þetta verið alveg eðlilegt. Hinsvegar ef þetta veldur þér miklum óþægindum eða varir í lengri tíma ráðlegg ég þér að leita til þíns læknis.
Gangi þér vel,
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur