Nikkel óþol

Hæ langar svo að spyrja Er nikkel í soya lecithin ?

Kveðja ein sem er að fjarlæga nikkel úr mat og er ekki viss

Sæl/l og takk fyrir fyrispurnina.

Soya er á bannlista fyrir þá sem eru með nikkel ofnæmi og soya lecithin unnið úr soya próteinum/olíu. Hins vegar þynnist magn soya út þegar soya lecithin er unnið og í grein sem ég fann á veraldarvefnum segir að við vinnsluna á soya lecithini eru notaðar nikkel agnir í framleiðsluna og því hægt að segja að það sé nikkel frítt. Læt greinina fylgja með til fróðleiks.

Gangi þér/ykkur vel.

https://nickelfoodallergy.com/nickel-as-a-catalyst-for-soy-lecithin/

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.