nikkelofnæmi

er hvítt súkkulaði úr kakóbaunum inniheldur það nikkel. Takk fyrir.

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Nikkel er í fjölda fæðutegunda frá náttúrunnar hendi.  Ekki er almennilega vitað hvort og þá hversu mikilvægt það er fyrir manninn en  það er mikilvægt ýmsum dýrum og meðal skortseinkenna hjá þeim er  skertur vöxtur og skert frjósemi.  Þess vegna er trúlegt að Nikkel sé nauðsynlegt fyrir okkur líka.

Nikkel er í ýmsum kornum, baunum og hnetum í mismiklum mæli, þar á meðal kakóbaunum svo ef það eru kakóbaunir í súkkulaðinu er líklegt að það sé Nikkel í því

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur