Nikótínsýra?

Spurning:
Ég hef of háa tríglýserída og hef talað við lækni minn um að taka Niacin sem hann hefur lagt blessun sína á. En hvar get ég keypt það? Ég hef hringt í apótek og þau hafa það ekki. Heilsuhúsið hefur Niasínamíð en er það ekki tegundin sem ekki lækkar blóðfitur? Hvar fæ ég hina tegundina sem heitir Nikótínsýra. Með kærri þökk fyrir svarið. Þakklátur spyrjandi

Svar:
Ekkert lyf sem inniheldur nikótínsýru er á skrá hér á landi. Það þýðir að ekki er hægt að fá það í apótekum án sérstakrar undanþágu frá Lyfjastofnun sem læknirinn þarf að sækja um.
 
Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur