Njálgur enn til staðar?

Spurning:
Njálgur kom upp í fjölskyldunni og hafa allir fjölskyldumeðlimir fengið meðferð við honum með Vanqin. Þó er hann ekki úr sögunni. Nú 2 dögum eftir meðferð er hann enn í fullu fjöri, reyndar hafa sumir fjölskyldumeðlimir haft hægðatregðu. Hvað er hægt að gera???

Svar:

Stundum drepst njálgurinn ekki af Vanquin og þá þarf að grípa til annarra lyfja. Þau fást þó ekki nema með framvísum lyfseðils og tel ég því rétt að ræða við heimilislækninn.
 
Kveðja
Þórólfur Guðnason