Notkun andlitsgrímna

1. Er notkun grímna skylda hjá smitudum? Og hve lengi?
2. Hover er aeskileg notkun grímna hjá ósmitudum. Ég nota hana altaf thegar ég fer í verslun eda thar sem fólk er á ferd . Thó grímulaus í göngutúrum.
3. Herd grímna er misjöfn. Hvernig gird er best? Ég keypti eina, ég held vandada, á 600kr stk. Hvíli grímna í 2-3 daga og nota hana aftur. Í lagi?
4. Mér finnst betri umfjöllun og leidbeiningar vanti í umraedum ad hállfu leidbeinenda.

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

  1. Notkun grímna er ekki skylda, amk ekki hér á Íslandi. Þeir sem eru sýktir af Covid-19 eiga að vera heima í einangrun og þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti eiga að vera í sóttkví. Einstaklingar eiga að vera heima í einangrun í viku eftir að einkenni eru farin.
  2. Hjá ósmituðum heilbrigðum einstaklingi er ekki verið að ráðleggja að nota grímur. En þeir sem eru að sinna veikum eða þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt er æskilegt að nota grímur til að forðast smit – td heilbrigðisstarfsfólk.
  3. Það er rétt hjá þér, það eru til ýmsar gerðir af grímum. Skurðstofugrína, fínagnagríma (til að verjast innöndun smitefnis sem berst með lofti)
    Einnota grímur á að henda strax eftir notkun á réttan hátt. Ef þú ert með grímu úr tauji þá verður þú að þvo hana með sápu og vatni eftir notkun og hún þarf að vera alveg þurr þegar þú notar hana aftur.
  4. Á síðu Embættis Landlæknis getur þú séð þetta plakat um notkun hlífðarbúnaðar https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40393/Notkun%20einnota%20hanska%20og%20gr%C3%ADma_Covid.pdf?fbclid=IwAR3u8NWNNuybKDhSm-Z3mDNGWRRZgfV4lx_kxjN2-25QvAnRtY4cKHSGBsU

 

Það eru til fleiri upplýsingar um notkun hlífðarbúnaðar á vef landlæknis –https://www.landlaeknir.is undir „Smit og sóttvarnir“

 

Hér er líka grein varðandi andlitsgrímur á tímum Covid-19 á vef The Lancet:

https://www.thelancet.com/journals/lanres/article/PIIS2213-2600(20)30134-X/fulltext

 

Vona að þetta hjálpi þér

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur