Nupo létt á meðgöngu?

Spurning:
Góðan daginn. Mig langar að spyrjast fyrir um hvort þið vitið hvort óhætt sé að taka inn Nupo létt næringarduft á meðgöngu (ég er komin 33 vikur á leið). Ég er ekki að tala um neina megrun í þessu sambandi heldur finnst mér bara gott að fá mér eitt glas af þessu dufti annað slagið svona sem auka næringu. Samkvæmt því sem stendur á pakkanum á þetta að vera í lagi þar sem þarna er eingöngu um að ræða helstu vítamín og steinefni ásamt trefjum.
Bestu þakkir.

Svar:

Það er talið í lagi að taka inn Nupo létt á meðgöngu sé það notað af og til með eða í stað léttrar máltíðar. Hins vegar þarf að gæta þess að nota það ekki sem staðgengil hollrar og fjölbreyttrar fæðu.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir